Hreint haf

27 ENGINN GETUR ALLT, EN ALLIR GETA EITTHVAÐ Það er ljóst að heilbrigði hafsins er ógnað og að við þurfum að grípa til aðgerða til að hjálpa til. Við höfum vald til að breyta okkur sjálfum og hafa áhrif á aðra. Það eina sem við þurfum að gera er að framkvæma. Við höfum getu til aðgerða en það felur í sér að að við getum fundið lausnir og gripið til aðgerða. Við getum breytt heiminum og haft áhrif á samferðafólk okkar með því að vera góð fyrirmynd. Við getum gengið í skólann ef við eigum kost á því, notað almenningssamgöngur eða samein- ast um bíla. Við getum hætt að nota einnota umbúðir og borð- búnað og afþakkað óþarfa plast. Í raun þurfum við að endur- hugsa neyslu okkar en það er allt sem við notum, það sem við kaupum og borðum. Get ég sleppt einhverju? Með því að afþakka Að breyta sér sjálfri/sjálfum allan óþarfa, eyðum við minna, þurfum að endurnýta minna og minna fellur til endurvinnslu en áður. Endurvinnsla ætti að vera sísti valkosturinn. — Við þurfum að endurhugsa framtíðina. Smelltu og horfðu á stuttþáttaröð Landverndar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=