Hreint haf
24 Örplast er plastögn sem er minni en 5 mm. Í sumum tilvikum er framleitt sérstakt örplast sem sett er í dekk, snyrtivörur og áburð. Í öðrum tilvikum verður til örplast þegar stærri hlutir úr plasti brotna niður í smáar agnir, jafnvel örsmáar nanó agnir. Í hafinu sogar örplast að sér eiturefni í hafinu og því má segja að dýr sem halda að örplast sé matur séu í tvöfaldri hættu. Þau innbyrða plast í stað fæðu og geta orðið fyrir næringarskorti en verða einnig fyrir eitrun af efnunum sem fylgja örplastinu. Rannsóknir hafa sýnt að örplast er víða og e r hafið í kringum Ísland ekki undanskilið . Skoðun á sjófuglum við Ísland leiddi í ljós örplast í sjö af hverjum tíu fýlum . Vegna hafstrauma safnast örplastið og annað rusl í sjónum saman í risastóra plastfláka þar sem þéttleiki plastsins er meiri en annars staðar. Þessir flákar eru eins og fljótandi plasteyjar í heimshöfunum. Örplast í hafinu má rekja til dekkja, gervigrasvalla, fatnaðar úr gerviefnum, málningar og snyrtivara. Efnin renna með skólp- og rigningarvatni út í sjó. Með því að draga úr notkun einkabílsins er hægt að draga úr örplastsmengun frá dekkjum. Í sumum löndum hefur örplast í snyrtivörum verið bannað. Sjá má á innihalds- lýsingu snyrtivara hvort þær innihaldi örplast en það kallast oft . úr gerviefnum inniheldur plast. Efni sem eru teygjanleg eins og útivistarföt, sundföt og íþróttaföt eru oftast að hluta til úr gerviefnum. Helstu gerviefnin eru polyester, nylon, acrylic, spandex, lycra, elastane og polyamide. Efni sem innihalda ekki plast eru náttúruleg efni eins og bómull, ull, silki og hör. Ef til vill er erfitt að hætta alveg að nota gervi- efni en mikilvægt er að draga úr fatakaupum, kaupa frekar notað og nota fötin vel. Hvað er örplast? — Hvað er örplast eiginlega? Smelltu og horfðu á myndskeið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=