Hreint haf
22 PLAST Við lok síðustu aldar lagði flutningaskipið Ever Laurel úr höfn í Hong Kong. Það var á leiðinni til Tacoma í Bandaríkjunum með mikinn farm. Þann 10. janúar 1992 lenti skipið í miklu óveðri og fékk á sig brotsjó. Þegar sjórinn gekk yfir skipið hrifsaði hann til sín tólf flutningagáma sem féllu frá borði líkt og legókubbar. Í einum gámanna voru 28.800 gúmmíendur . Nokkrum árum síðar fóru gúmmíendur að finnast víða um heim og hafa þær verið notaðar æ síðan til að kortleggja hafstrauma á jörðinni. Gúmmí- endurnar sem eru reyndar gerðar úr plasti eru enn að finnast og eru gott dæmi um plastmengun í hafi. Plast þykir vera algjört undraefni því það er auðvelt að móta það, það er slitsterkt og endingargott. Það getur verið örþunnt og mjúkt (plastpoki) en líka grjóthart og eldþolið (legókubbar). Í dag er plast nánast órjúfanlegur hluti af tilveru okkar. Farið var að fjöldaframleiða plast um miðja síðustu öld eða um 1950 og var það gert úr jarðefnaeldsneyti. Frá þeim tíma hafa menn skipt út hlutum úr tré, gleri, málmi, beinum og vömbum fyrir hluti úr plasti. Plast hefur í mörgum tilfellum aukið lífsgæði okkar, minnkað matarsóun og mengun t.d. með því að létta farartæki eins og flugvélar og bíla. Vandamálið við plast er ekki plastið sjálft heldur hvernig við notum það. Hver Íslendingur notar að meðaltali 40 kg af umbúða- plasti árlega, að megninu til einnota plastvörur. Menn framleiða árlega um 350 milljón tonn af plasti sem samsvarar um það bil heildarþyngd allra jarðarbúa! Mikið af þessu plasti endar í sjónum því það fýkur þangað, eða er hreinlega hent í sjóinn. Mengun virðir engin landamæri — Gúmmíendurnar eru úr plasti og finnast enn víða um heim.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=