Hreint haf
21 SÚRNUN SJÁVAR Ein af alvarlegri afleiðingum aukins styrks koltvíoxíðs í andrúms- lofti er súrnun sjávar. Hafið tekur upp hluta þess koltvíoxíðs sem losað er í andrúms- loftið. Breytir það efnasamsetningu sjávar og gerir það súrara. Þegar koltvíoxíð binst í vatn (eins og loftbólur í gosflösku) verður til kolsýra. Margar lífverur þola ekki sýruna og kalkmyndandi lífverur hætta að geta myndað skel. Súrnun sjávar er því sérstak- lega hættuleg lífverum sem hafa stoðgrind úr kalki, svo sem kóraldýrum, samlokum og fjölda lindýra. Ef súrnun sjávar heldur áfram að aukast raskast vistkerfi hafsins og tegundum mun fækka. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein af stærstu áskorunum sem mannkynið og lífríkið á jörðinni standa frammi fyrir. — Heilbrigði hafsins er manninum mikilvægt. UMRÆÐUSPURNINGAR — Hvað getum við gert strax í dag til að hjálpa loftslaginu? — Hvernig getum við fengið ráðamenn til að hlusta á okkur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=