Hreint haf

19 Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur átt gullfisk eða fiska í fiskabúri þá veist þú að til þess að fiskunum vegni vel þarf að huga að hreinlæti og halda lífríki þeirra heilbrigðu og stöðugu. Það gengur ekki að taka skítugt vatn og hella því í búrið. Gæta þarf þess að vatnið sé hreint eða fari í gegnum hreinsibúnað og næring og hitastig skiptir einnig miklu máli. Í ám, vötnum og sjó sjá hringrásir náttúrunnar um að viðhalda heilbrigði lífríkisins. Skaðleg efni sem flæða út í umhverfið raska þessum hringrásum og valda mengun. er það þegar ákveðin efni flæða út í umhverfið í því magni að þau valdi skaða. Efnin geta valdið tjóni á heilsu fólks, dýrum, plöntum og óhreinkað vatnið, landið og loftið á jörðinni. Efni sem menga geta verið margskonar. Sum eru sýnileg eins og plast og olía en erfitt er að sjá lofttegundir eins og koltvíoxíð og metan eða örplast með berum augum. — Stóriðjuverksmiðjur og flutningaskip menga mest.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=