Hreint haf

Landið okkar er umlukið hafi og tengir það okkur við önnur lönd. Það mótar landið okkar og hefur gríðarlega mikil áhrif á loftslag og veður. Fyrsta fólkið sem kom til Íslands sigldi yfir hafið og hefur sjórinn verið fæðukista Íslendinga í margar aldir. Hafið er svo nátengt tilveru manna á Íslandi að fyrirferðarmesti liturinn í fánanum okkar er blár, enda stendur hann meðal annars fyrir hafið. Mikilvægt er fyrir smáa þjóð sem er svo nátengd hafinu að huga að heilbrigði þess. Helsta ógnin sem steðjar að heilbrigði hafsins nú er mengun og loftslagsbreytingar sem fjallað er nánar um í kaflanum Ógnvaldar hafsins. UMRÆÐUSPURNINGAR — Hvernig væri líf okkar ef hafið væri ekki til? — Af hverju er hafið mikilvægt öllu lífi á jörðinni? — Hvernig hafa menn áhrif á hafið? — Hvernig nýtur þú hafsins? VERKEFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=