Hreint haf

16 — Vatn er undirstaða lífs á jörðu. 06 — Tilvera hafsins og mannsins er tengd órjúfanlegum böndum Án hafsins ætti maðurinn erfitt með að lifa. Við öndum að okkur súrefni sem kemur að miklu leyti úr hafinu og við þörfnumst vatns sem staldrar við í hafinu í hringrás vatnsins. Hafið jafnar hitastigið í lofthjúpnum og hefur áhrif á veðrið. Menn sækja mikið af fæðu í hafið og nýta einnig mörg efni úr hafinu til lyfjagerðar. Hafið er notað sem samgöngu- og flutningsleið á milli landa og heimsálfa. Mikill hluti manna býr við hafið og margir sækjast eftir því að slaka á við ströndina og nota hafið sem innblástur í margskonar sköpun, líkt og myndlist. 07 — Hafið er að miklu leyti ókannað Þó að við vitum að hafið sé okkur lífsnauðsynlegt og að það spili mjög mikilvægt hlutverk í lífi allra lífvera á jörðinni, vitum við í raun ekki mjög mikið um það. Á meðan jörðin hefur verið könnuð þver og endilöng á landi þá á það aðeins við um 5% hafsins. Á næstu árumog áratugummunu vísindamenn eflaust læra ýmis- legt nýtt og fleiri munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæta að heilbrigði hafsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=