Hreint haf
15 04 — Hafið gerir jörðina lífvænlega Það má segja að hafið sé vagga lífs. Talið er að lífið hafi kviknað fyrir þremur og hálfummilljarði ára í hafinu. Flestar lífverur á jörð- inni hafa þróast út frá lífverum sem komu úr hafinu. Hafið veitir okkur hreint loft og súrefni. Annar hver andardráttur sem við öndum að okkur kemur frá hafinu, við fáum því meira en helminginn af súrefninu sem við öndum að okkur úr hafinu og án þess geta menn og dýr ekki lifað. Súrefnið kemur frá örsmáum sjávarlífverum sem kallast plöntusvif. Alveg eins og plöntur, þá andar plöntusvif að sér koltvíoxíði CO₂ en andar frá sér súrefni O₂. — Plöntusvif í blóma við Ísland. 05 — Í hafinu er mikill lífbreytileiki og mörg vistkerfi Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra jarðarinnar, . Flestar lífverurnar í sjónum eru þó ör- smáar lífverur. Hafið er nauðsynlegur hlekkur í öllum vistkerfum jarðarinnar. Vistkerfi eru samfélög plantna, dýra, sveppa og ör- vera og samspil þeirra við umhverfi sitt. Hafið gerir því margs- konar lífverum mögulegt að lifa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=