Hreint haf
14 03 — Hafið hefur áhrif á veðrið og loftslagið Nánast allt regn sem fellur á jörðinni hefur gufað upp úr sjónum. Þetta vatn gerir lífi kleift að þrífast á jörðinni, nýtist okkur sem drykkjarvatn og til að vökva allt sem við ræktum. Sólin skín á hafið og vatnið gufar upp. Þegar gufan kólnar í loftinu þéttist hún og verður að regndropum í skýi. Þegar skýið kólnar rignir dropunum niður. Vatnið rennur svo aftur í sjóinn í gegnum jörðina og með lækjum og ám. Þetta kallast hringrás vatns. Hafið gegnir einnig mikilvægu hlutverki í öðrum hringrásum jarð- arinnar og má nefna dæmi um . Hafið gleypir í sig helminginn af öllu koltvíoxíði CO₂ og metani CH₄ sem sleppt er út í andrúmsloftið og hjálpar því jörðinni okkar að takast á við losun gróðurhúsalofttegunda. Hafið jafnar út hitastig á jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti. Því verður minna um öfgar í hitastigi. Í hafinu eru hafstraumar sem flytja varma á milli svæða og hafa áhrif á hitastig þeirra svæða sem þeir fara um. Sem dæmi má nefna Golfstrauminn, hlýjan hafstraum úr suðri sem hitar upp hafgoluna og gerir það að verkum að hægt er að búa á Íslandi. Án Golfstraumsins væri mun kaldara á eyjunni okkar. — Veður verður til vegna samspils hafs og sólar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=