Hreint haf

13 01 — Á jörðinni er eitt stórt haf 02—Hafið og lífverurnar í sjónummóta jörðina Hafið þekur meirihluta yfirborðs jarðar. Sjórinn er saltur og er úr vatni, salti og fjölmörgum öðrum efnum sem eru mikilvæg lifandi verum. Þegar jörðin er skoðuð frá sjónarhorni Suður- skautslandsins, má sjá að öll stór úthöf, líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf á jörðinni. Breytingar sem eiga sér stað á einum stað hafa áhrif á jörðina alla. Öldur og brim mölva stöðugt niður kletta við ströndina og sverfa steina. Hafið brýtur niður land og eftir standa björg. Breytingar á sjávarmáli og öldur hafa mótað jörðina eins og við myndummóta leir. Lífverur í sjónum líkt og skeldýr og kóralrif breyta einnig ásýnd jarðarinnar. Kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á jörðinni er um 2.000 km á lengd og yfir 140 km á breidd og sést utan úr geimnum. Þar semhafið er á stöðugri hreyfingu þá er jörðin í stöðugri mótun. — Skeljar í giljum og hlíðum í Tjörneslögunum. — Suðurskautslandið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=