Hreint haf
12 Tilvera manna og hafsins er tengd órjúfanlegum böndum. Hafið hefur áhrif á líf okkar og við höfum áhrif á hafið. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að náttúran og þar með talið hafið getur vel lifað án mannsins en maðurinn ekki án náttúrunnar. Að vera haflæs er að gera sér grein fyrir þessu og vilja gæta að heilbrigði hafsins. Það má gera á hverjum degi með því að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir sem hafa jákvæð áhrif á hafið. Haflæsi hefur verið skipt í sjö meginatriði: 01 — Á jörðinni er eitt stórt haf 02 — Hafið og lífverurnar móta jörðina 03 — Hafið hefur áhrif á veðrið og loftslagið 04 — Hafið gerir jörðina lífvænlega 05 — Í hafinu er mikill lífbreytileiki og mörg vistkerfi 06 — Tilvera hafsins og mannsins tengist órjúfanlegum böndum 07 — Hafið er að miklu leyti ókannað — Dvöl við sjávarsíðuna getur haft góð áhrif á heilsuna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=