HÖNNUN KÖNNUN

6 Kennsluefnið byggir að stærstum hluta á hugsmíðahyggju, byggðri á kenningum Piaget, Vygotsky og Dewey, fagmiðaðri listkennslustefnu Elliots Eisners, (DBAE, Discipline-Based Art Education) og gagnrýnni kennslufræði í anda Paulo Freire. Áhrifa Howards Gardners og fjölgreindakenningar hans gætir einnig í kennsluefninu, einna helst þegar hugað er að fjölbreytileika kennsluaðferða. HÆFNIVIÐMIÐ Á bls. 58 má sjá hvernig hver og ein æfing fellur að hæfniviðmiðum aðalnámskrár við lok 10. bekkjar. Aðlaga má fleiri æfingar þannig að þær falli undir hæfniviðmiðin. Til hvers má ætlast af nemendum? · að þeir sýni áhuga og virkni í tímum · að þeir taki virkan þátt í samræðum og hópastarfi · að þeir sýni frumkvæði, sjálfstæði, jákvætt viðhorf og tillitssemi · að þeir ögri sjálfum sér og reyni á sig · að þeir sýni viðleitni til framfara · að þeir tileinki sér skapandi og skipulögð vinnubrögð · að þeir taki ábyrgð á verkefnunum sínum og haldi þeim til haga Verkefnin stuðla að: · aukinni þekkingu og tilfinningu fyrir myndbyggingu, rými, formi, áferð, lit, línu og letri, stemningu og skapi · aukinni færni í útfærslu hugmynda og getu til að þróa ímyndar- og myndmál · auknu mynd- og táknlæsi · auknum skilningi á hugtökum hönnunar og lista · aukinni færni í notkun teikniforrita · aukinni færni í að sækja sér upplýsingar · aukinni færni í greinandi, gagnrýninni og skapandi hugsun · aukinni samfélagslegri meðvitund, sjálfsvitund og sjálfsþekkingu · aukinni víðsýni og umburðarlyndi, lýðræðislegum vinnubrögðum · aukinni færni í beitingu fjölbreyttra leiða við hugmyndavinnu, skissugerð og hönnunarvinnu Hugmyndir að endurgjöf: Mælt er með leiðsagnarmati sem fram fer jafnt og þétt á námstímabilinu og leiðbeinandi sjálfsmati, símati og jafningjamati við endurgjöf verkefnanna í bókinni. Áhersla skal lögð á að leggja mat bæði á ferli og afurð, þ.e.a.s. að leggja mat á vinnubrögð, virkni í tímum, skissur og vinnubók/vinnusvæði ekki síður en endanleg verkefni. Jafnframt mætti gefa slaka eftir verkefnaskil til að gera breytingar ef nemendur finna hjá sér þörf til þess. Slíkt andrúmsloft getur stuðlað að aukinni ábyrgð nemenda á eigin vinnu og kveikt sjálfstæða dómgreind og innri hvata til góðra verka. Kennslufræðileg nálgun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=