HÖNNUN KÖNNUN

4 9 Sagan af Sadako Sasaki Sadako Sasaki fæddist 7. janúar 1943 í Hiroshima, Japan. Hún var aðeins tveggja ára gömul þegar Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengju á Hiroshima þann 6. ágúst 1945. Geislavirkni kjarnorkusprengjunnar hafði þau áhrif að Sadako fékk hvítblæði þegar hún var 11 ára gömul. Vinur Sadako braut fyrstu origami-trönuna fyrir hana og minnti hana á þá japönsku hjátrú að hver sá sem getur brotið 1000 origami-trönur fái ósk sína uppfyllta. Sadako gerði það að keppikefli sínu að ná þessu markmiði á meðan að sjúkrahúsvist hennar stóð. Sadako tókst aðeins að brjóta 644 trönur. Hún lést 25. október 1955, þá 12 ára gömul. Skólafélagar Sadako brutu hins vegar þær 356 trönur sem uppá vantaði og voru þær lagðar til hvílu með Sadako. Vinir Sadako gáfu út bréfasafn hennar og stóðu fyrir fjársöfnun fyrir gerð minnisvarða um hana í friðargarðinum í Hiroshima, Children’s Peace Monument, sem var reistur árið 1958. Efst á minnisvarðanum stendur Sadako Sasaki með gullslegna origami-trönu á höfði sér. Á minnisvarðann eru eftirfarandi orð rituð: ,,This is our cry, this is our prayer: Peace in the world.“ Síðan minnisvarðinn var reistur hafa hundruð manna um allan heim brotið þúsundir trana með von um frið í heiminum. Minnisvarði um Sadako í friðargarðinum í Hiroshima 2.000.000 Origami trönur sem börn víðs vegar um heim bjuggu til og sendu Bezos fjölskylduhjálpinni sem gaf tvo dollara fyrir hverja trönu til styrktar hjálparstarfi í Japan eftir jarðskjálfta í mars 2011. Myndir: Andrew Moore, New York Times Magazine.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=