HÖNNUN KÖNNUN

4 5 Æfing 16 – Umbúðahönnun Umbúðahönnun (Með árstíðabundinni tengingu s.s. við páska og jól, ef vill) Tímalengd: 160-240 mínútur Aðferð: Nemendur hanna umbúðir. Skissa og rannsaka. Teikna svo í teikniforritum upp endanlega afurð, prenta út og brjóta, líma eða festa á umbúðir eftir því sem við á. Horft skal til nákvæmni, hugmyndaauðgi og frumleika sem og táknrænnar tengingar við viðfangsefnið, hvað varðar lögun, litanotkun, bragð og útlit. Til að spara tíma er eflaust hentugt að gefa nemendum kost á að velja viðfangsefni úr mengi t.d. fjögurra hluta. Hægt er létta og þyngja verkefnið. Ef valdir eru þrívíðir hlutir eins og kassar eða öskjur reynir það meira á rúmfræði. Ef hönnunin snýst um að gera miða á krukkur eða fernur er verkefnið auðveldara. Ef tími er nægur má gefa nemendum frjálst val. Eins er hægt að beina nemendum á einstaklingmiðaðan hátt í annaðhvort tvívíðan eða þrívíðan hlut eftir getu. Eins má einfaldlega gefa fyrirmæli um að hanna eigi miða á eitthvað eða öskju utan um eitthvað og leyfa nemendum að ákveða hvað. Hér verða tekin dæmi um nokkra hluti sem reyna mismikið á rúmfræði- og stærðfræðilegar lausnir en eru ekki of flóknir og geta tengst árstíð. Þrívíðir hlutir: Ferna, ópalpakki, umbúðir utan um páskaegg, súputeningapakki, askja utan um sápu eða súkkulaði. Tvívíðir hlutir: Hönnun miða á vatnsflösku eða vatnsdrykk, ólífuolíuflösku, sultu- eða hunangskrukku, lýsisflösku eða kaffipoka. Nýsköpunarleið: Æfinguna má framkvæma með meira nýsköpunarsniði. Nemendur búa til nýja vöru og rissa hugmyndina að henni á blað. Varan getur t.d. tengst íslenskum matvælum eða minjagripaframleiðslu t.d. tengt ferð í safn en þess háttar verkefni taka eflaust meiri tíma en gefinn er upp hér að framan. Bjargir: Pappír, skriffæri, skissubækur, skurðarbretti, hnífar, skæri, reglustikur, spreylím, veraldarvefur, teikniforrit og tölvur, prentarar, bækur um brot og umbúðahönnun, snæri, límband. Grunnþættir: Læsi · sköpun · lýðræði og mannréttindi · heilbrigði og velferð · jafnrétti · sjálfbærni Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · saga · stærðfræði · eðlisfræði Ávinningur: Æfingin þjálfar nemendur í því að búa til nýtt samhengi og sjá hluti í nýju ljósi. Hún þjálfar skissuvinnu, eflir rannsókarvinnubrögð og byggir á lausnaleit. Æfingin eflir tvívíða og þrívíða hugsun og þjálfar nákvæmnisvinnubrögð sem og hugmyndaauðgi og frumleika og kannar tengsl forms og innihalds, bragðs og lita.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=