HÖNNUN KÖNNUN

4 4 GÁTA: Maður nokkur hafði eytt kvöldstund hjá vinafólki. Hann gekk heimleiðis eftir miðjum fáförnum sveitavegi. Það var hvorki kveikt á götuljósum né tunglskin til að lýsa upp veginn og maðurinn klæddur dökkum fötum. Skyndilega kom ljóslaus bíll keyrandi eftir veginum og stefndi á manninn á ógnarhraða. Bílstjórinn kom þó auga á manninn á síðustu stundu og sveigði frá til að keyra ekki á hann. Hvernig tókst honum að sjá manninn? SVAR: Það voru góð birtuskilyrði af því að þetta gerðist um sumarnótt á norðurhveli. Æfing 15 – Virkjun ímyndunarafls Nýjar hugmyndir með slembiaðferð Tímalengd: 20-40 mínútur Aðferð: Framkvæmið stuttar æfingar í því að búa til nýtt samhengi með endurskilgreiningu. Skiptið nemendum í hópa sem hefja vinnu með kliðfundum. Ritarar skrá niðurstöður og tillögur hópa. Gera má allar æfingar í einu eða nota þær sem kveikjur fyrir önnur verkefni. 1. Kennari finnur til fullan bala af dóti, s.s. herðatré, axlabönd, könnu, þvottaklemmu, gorm, bréfaklemmu, gatara, blómapott, vasaljós, endurskinsmerki, skóhorn, tannbursta, tölvumús, snæri, spegil, flösku, hitabrúsa, tesíu, kaffipoka, handlóð. Nemendur endurskilgreina notagildi hlutanna. Dæmi: „Þetta er ekki bréfaklemma, heldur eyrnalokkur“. 2. Önnur slembiaðferð felst í því að búa til nýtt samhengi með því að draga upp úr hatti orð annars vegar og mynd hins vegar og skrifa niður eða segja frá því hvaða hugrenningatengsl þetta nýja samhengi skapaði. 3. Þriðja æfingin er formlegs og sálfræðilegs eðlis. Nemendur fá blað og blek í hendur, láta nokkra blekdropa detta á blaðið fyrir framan sig og brjóta svo blaðið saman í tvo til fjóra helminga. Blaðið er svo opnað og nemendur setjast í hring og segja hinum hverju þeim fannst blekklessan sín líkjast og nemendur skoða og spá í saman. Bjargir: Alls kyns dót nefnt í lið 1. Blöð og blýantar, blek og penslar, virkt ímyndunarafl og hugarflug. Leitarorð: rorschach test Grunnþættir: Læsi · sköpun · lýðræði og mannréttindi · heilbrigði og velferð · jafnrétti · sjálfbærni Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · lífsleikni · saga · stærðfræði · eðlisfræði Ávinningur: Æfingarnar þjálfa nemendur í því að búa til nýtt samhengi og sjá hluti í nýju ljósi. Æfingarnar eru leikjakenndar og skemmtilegar og þjálfa formtilfinningu og ímyndunarafl.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=