HÖNNUN KÖNNUN

4 3 Æfing 14 – Hönnun og myndmál Auglýsingar · myndmál · greining Tímalengd: 80 mínútur + heimavinna Nemendum er sýnd mynd til að hefja umræðu um myndmál. Til dæmis myndin hér að ofan, sem hlaut World Press Photo Award árið 1991. Auglýsingaherferðir ítalska fyrirtækisins Benetton voru fram til 1982 byggðar á hefðbundnum ljósmyndum sem sýndu föt vörumerkisins. Eftir samvinnu Benettons við margverðlaunaðan ljósmyndara, Oliviero Toscani, breyttist auglýsingastefnan og farið var að birta myndir sem vöktu athygli og sköpuðu umræður. Í myndinni hér að ofan er andstæðum teflt saman. 1. Sjáið þið hvaða andstæður um ræðir? 2. Hvaða áhrif hafa þær? 3. Hvað er verið að auglýsa? 4. Virkar auglýsingin? 5. Vitið þið í hvaða fræga listsögulega mótíf (stef) verið er að vísa? (Pietá) Í framhaldi geta nemendur svo fundið fleiri dæmi og unnið í hópum að því að greina myndmál dagblaða og vefmiðla. Sama fyrirtæki sendi frá sér auglýsingarnar tvær hér til hliðar. 1. Hvað segja myndirnar? 2. Hvað er verið að auglýsa? 3. Virka auglýsingarnar? 4. Hvaða, ef einhver, ávinningur er að því fyrir fataframleiðanda að vinna að mannúðarmálum? 5. Finnst ykkur auglýsingarnar vera unnar af heilindum og skiptir ásetningur auglýsenda máli? Í framhaldi mætti biðja nemendur að finna í auglýsingum dæmi um það hvernig t.d. stórfyrirtæki eigna sér hamingju og frelsi, æsku og frið, dyggðir og vellíðan. Bjargir: Tölvur, veraldarvefurinn, bókasöfn, bækur, tímarit, dagblöð, tölvuskjávarpi. Leitarorð: “La Pieta” United Colors of Benetton’s most controversial campaign Grunnþættir: Læsi · sköpun · lýðræði og mannréttindi · heilbrigði og velferð · sjálfbærni Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · lífsleikni · saga · listasaga Ávinningur: Æfingin þjálfar greinandi vinnubrögð og hugsun, myndlæsi og sýnir fram á listfræðilegar og pólitískar tengingar auglýsingaheimsins. Æfingin eflir sjálfstraust og æfir framsögn og virka hlustun. Pietá eftir Michelangelo Benetton auglýsingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=