HÖNNUN KÖNNUN

4 0 Æfing 13 – Hönnun bókarkápu Tímalengd: 80-160 mínútur + heimavinna Aðferð: Beita má mörgum aðferðum við val á bókum sem nemendur eiga að hanna eða endurhanna. 1. Velja má bók sem lesin hefur verið í skólanum í einhverri af tungumálagreinunum t.d. íslensku, ensku, dönsku. Valin er bók til vinnslu sem flestir hafa lesið og hafa tilfinningu fyrir, ekki síst til að umræður um tillögur bekkjarfélaga fari fram af öryggi, þekkingu og djúpstæðum skilningi (eins má hafa atkvæðagreiðslu um bók sem flestir hafa lesið). 2. Hægt er að gefa nemendum frelsi til að ákveða bók sjálfir, svo framarlega sem valið tekur ekki of langan tíma. Biðja má nemendur um að koma með uppáhalds bókina sína í næsta tíma og endurhanna hana svo. Jafnframt má beita slembiaðferðum til að velja bók. Eins og t.d. þeirri aðferð að safna nemendum saman á bókasafninu og láta þá leita í Dewey kerfi bókasafnsins eftir sinni eigin kennitölu (fyrriparti) og vinna svo kápu þeirrar bókar sem ratar í hendur þeirra. Slembiaðferð af þessum toga verður að skemmtilegum leik, kemur í veg fyrir valkvíða og líkist að svolitlu leyti því hvernig verkefni rata stundum í hendur hönnuða. 3. Hópumræður/hugmyndavinna/hópvinna eða einstaklingsvinna. Ef allir vinna að sama verki má gera eins konar leik úr hugmyndavinnunni. Hver og einn segir eitt orð sem honum dettur í hug um verkið/bókina og kennari skrifar orðin á töflu. 4. Nemendur velta svo fyrir sér í hóp eða einslega (eftir því hvaða aðferð við bókaval er notuð): 1. Eftir hvern er bókin? 2. Hvenær var hún skrifuð? 3. Um hvað er bókin? 4. Fyrir hvaða aldur er bókin? 5. Hvað finnst þér minnisstæðast úr bókinni? 6. Hvaða orð koma upp í hugann? 7. Hvaða litir tengjast tilfinningu ykkar fyrir bókinni? 8. Hvernig letur hæfir bókinni? 9. Er eitthvað í sögunni eða við hana sem kallar á ákveðin stílbrigði? 10. Rifjið upp í huganum bækur sem ykkur hafa þótt fallegar og hugsið út í hvers vegna ykkur þótti það? 11. Veljið ykkur bók og skiptið ykkur í hópa eftir bókavali. 5. Nemendur safna í sarpinn hugmyndum og myndum sem þeim finnst tengjast verkinu. Eins skal athygli nemenda vakin á mismunandi framsetningu t.d. ef um margútgefna bók er að ræða. Grunnþættir: Læsi · sköpun · jafnrétti Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · lífsleikni · saga · listasaga · stærðfræði Ávinningur: Æfingin þjálfar hugmyndavinnu, framsetningu hugmynda, heimildaöflun, upplýsingatækni og - leit. Enn fremur þjálfar æfingin tilfinninga-, mynd- og menningarlæsi og nákvæmnisvinnubrögð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=