HÖNNUN KÖNNUN

3 9 Æfing 12 – Framsetning gagna Tölfræði og myndræn framsetning Tímalengd: 80-320 mínútur Efnistök: Verkefnið gengur út á að myndgera tölfræði á áhugaverðan og frumlegan hátt og skoða áhrif myndrænnar framsetningar á tölur og tölfræði. Verkefnið er hægt að laga að ýmsum grunnþáttum, s.s. sjálfbærni, lýðræðisumræðu og heilbrigði og velferð og finna þá til nýjar tölur um eitthvað sem er áhugavert í því samhengi og sem helst snertir unglinga, neyslu- og lífsmunstur þeirra. Verkefni hér á eftir snýr að lýðræði, heilbrigði og velferð þar sem niðurstöður úr Olweusaráætluninni eru teknar til athugunar. Hún er notuð í mörgum skólum og snýst um að mæla og uppræta einelti í skólum. Olweusaráætlanirnar eru heppilegar því þær eru gerðar í hverjum skóla og því hafa niðurstöður könnunarinnar beina skírskotun til nemenda hvers skóla fyrir sig. Vel má líka hugsa sér að vinna með tölfræði út frá ýmsu öðru s.s kynjahlutfalli í tengslum við kennslubækur, fréttatíma og sjónvarpsefni. Slíka vinnu er tilvalið að samþætta stærðfræði eða lífsleikni. Sé tíminn naumur má vinna með fyrirfram fengnar tölur líkt og í Olweusaráætluninni gegn einelti. Aðferð: 1. Nemendur skoða niðurstöður Olweusaráætlunar á heimasíðu skóla og finna tölfræði sem þeim finnst áhugaverð. 2. Nemendur vinna veggspjald/myndverk, grafíska framsetningu eða ljósmyndaverk eða allt í senn upp úr greiningunni. 3. Nemendur gera í munnlegri yfirferð/spjalli grein fyrir rannsóknarefni sínu og niðurstöðum og útskýra myndræna túlkun/nálgun og framsetningu. Segja frá því hvað vakti athygli þeirra og hvers vegna tiltekinn hlutur varð fyrir valinu til að myndgera. Útskýrið mynd, greinið frá aðferð (s.s. ljósmynd, klippimynd, blöndun grafíkur og ljósmyndar, litanotkun o.s.frv.) Bjargir: Olweusaráætlun um einelti, veraldarvefurinn, skissubækur, skriffæri, tölva og teikniforrit, ímyndunarafl. Leitarorð: informationisbeautiful visualization | visual news graphic design | grafísk hönnun. Grunnþættir: Læsi · sköpun · lýðræði og mannréttindi · heilbrigði og velferð ·jafnrétti · sjálfbærni Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · lífsleikni · saga · listasaga · stærðfræði Ávinningur: Æfingin þjálfar hugmyndavinnu og framsetningu hugmynda, hugmyndaflug og ímyndunarafl, talnalæsi og myndlæsi. Æfingin þjálfar jafnframt lausnaleit, sundurhverfa hugsun, nýtt samhengi, eflir samkennd og stuðlar að hópefli, félagslegri ábyrgð og getu til aðgerða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=