HÖNNUN KÖNNUN

3 7 Æfing 11 – Hönnun og lýðheilsa Lýðheilsa og borgarskipulag – hjólað í skólann. Tímalengd: 160-320 mínútur + heimavinna Aðferð: Nemendur hanna herferð og kynningarefni að eigin vali tengt henni sem beint er að öðrum nemendum skólans í því augnamiði að auka hreyfingu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Hefja skal vinnuna með því að skoða nánasta umhverfi nemenda t.d. út frá skipulagi, öryggi, vistfræði, arkitektúr, lýðheilsu … 1. HÓPUMRÆÐA, KLIÐFUNDIR: Borgarskipulag og umferðaröryggi. Hér að neðan eru tillögur að umræðukveikjum: 1. Hvernig er vistumhverfi ykkar nemenda? 2. Eruð þið örugg þegar þið hjólið/gangið í skólann? 3. Gerir borgarskipulagið nemendum í þessu hverfi auðvelt eða erfitt fyrir að hjóla/ganga í skólann? 4. Langar ykkur að hjóla/ganga í skólann? 5. Hvernig líður ykkur þegar þið gangið/hjólið í skólann? 6. Er tilfinningin/ávinningurinn þess virði að hvetja aðra til þess að hjóla/ganga í skólann? 2. HÓPVINNA: (Kliðfundir) Nemendur skoða sambærileg átaksverkefni s.s Hjólað í vinnuna og ræða hvað þarf að gera til að átak sem þetta virki. Kíkja má líka á herferðina „Brostu með hjartanu“ sem var framkvæmd á Akureyri fyrir nokkrum árum og enn er merki um í bænum. 3. HÓPVINNA: Nemendur ræða kosti og galla. Skriflegir punktar og stutt greinargerð um niðurstöður og mögulega bréf til bæjar-/borgaryfirvalda um umbætur í bænum/hverfinu ef þörf er á og ef tími vinnst til. Nemendur hanna svo drög að herferð (nefna t.d. stíl veggspjalda og annars útgefins efnis og greina frá aðgerðaáætlun í grófum dráttum. Til að mynda ef gjörningar eða eitthvað annað verður gert til að vekja frekari athygli á herferðinni, s.s. markpóstur og greina þá frá og skissa upp hugmyndir af viðburðum. Hóparnir skila svo skriflegri lýsingu á því hvernig þeir hugsa sér herferðina. 4. EINSTAKLINGSVINNA: Nemendur hanna markaðsherferðar veggspjald/ leiðakort/myndverk sem er ætlað að hvetja nemendur til þátttöku í átakinu. 5. Nemendur birta efni á vef/bloggi/blaði og vista í verkmöppur. Bjargir: Virkt ímyndunarafl, skissubækur, rafræn skissubók, myndamappa, ritföng, blöð, tímarit, teikniforrit, vefur. Leitarorð: líkamsvirðing | hjólaborgin Reykjavík | Hjólað í vinnuna | Rory Sutherland life lessons from an ad man Grunnþættir: Læsi · sköpun · lýðræði og mannréttindi · heilbrigði og velferð · jafnrétti · sjálfbærni Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · myndmennt · lífsleikni · saga · listasaga · íþróttir Ávinningur: Æfingin þjálfar hugmyndavinnu og virkjar ímyndunaraflið, þjálfar myndlæsi og tilfinningagreind, sjálfstæð vinnubrögð, hugvitssemi, útsjónarsemi, lausnaleit og sundurhverfa hugsun (nýtt samhengi) og e.t.v. nýsköpun og leikgleði. Auk þess eflir æfingin umhverfisvitund og sjálfsmynd, félagslega ábyrgð, samfélagsvitund og lýðræðisleg vinnubrögð og þátttöku, getu til aðgerða, samkennd, virka hlustun og hópefli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=