HÖNNUN KÖNNUN

2 7 Saga af merki Myndirnar hér að neðan eru dæmi um ferli merkis frá hugmynd til endanlegrar útkomu. Skissurnar voru upphaflega unnar fyrir fjármálafyrirtæki árið 2010. Þær voru brot af langri og strangri hugmyndavinnu í leit að viðeigandi merki fyrir viðkomandi fyrirtæki en á endanum var önnur og minna „fígúratív“ nálgun valin. Skissurnar fóru í skissubunka höfundar og söfnuðu ryki. Dag einn er tiltekt var óumflýjanleg rötuðu þær í hendur hönnuðarins sem velti því fyrir sér að fleygja þeim í tunnuna. En eftir að hafa virt skissurnar fyrir sér ákvað hún að þær væru þess virði að geyma. Hún hafði trú á hugmyndum sínum og var sannfærð um að skissurnar ættu eftir að nýtast henni síðar. Daginn eftir, (alveg satt!), var komið að máli við hönnuðinn um hönnun merkis fyrir grunnskóla vestur í bæ. Hugmyndinni laust niður í höfuð hönnuðarins og nú var hún ekki lengi að draga gömlu skissurnar fram og koma þeim á fast form. Það er skemmst frá því að segja að merkið „steinlá“ eins og sagt er í bransanum. Skólastjórnendur og kennarar kolféllu fyrir hugmyndinni og börnin í skólanum tengdust merkinu strax. Það borgar sig að teikna hugmyndir sínar á blað því annars gleymir maður þeim jafnóðum. Það getur líka borgað sig að vera ekki of duglegur að taka til! Hér mætti spyrja nemendur svipaðra spurninga og í æfingu 5. Hvaða týpógrafísku og myndrænu skírskotanir hefur merkið? Hvers vegna eru fjórir litir í merkinu? – Gæti það verið árstíðatenging eða tákn um fjölbreytileika?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=