HÖNNUN KÖNNUN

2 3 2. HEIMAVERKEFNI: Fáið nemendur til að koma með eða vísa á 2-3 merki í næsta tíma sem þeim finnast flott/falleg/góð og takið 10-15 mínútur af byrjun næsta tíma í að kryfja val þeirra í léttu spjalli. Ræða má merki sem allir þekkja og hafa ef að er gáð skoðanir á og tilfinningu fyrir, s.s. Bónus-merkið, N1-merkið, merki tónlistarhússins Hörpu o.s.frv. Bjargir: Tölva, netið, dagböð. Leitarorð: Gísli B. Björnsson merki. Ítarefni: Merki RÚV var teiknað af Gísla B. Björnssyni, teiknara. F. 1938 í Reykjavík. Gísli B. Björnsson er einn af helstu frumkvöðlum í grafískri hönnun á Íslandi. Aðaláhersla hans í námi var á merki, leturteikningu og leturmeðferð. Gísli starfaði um átatuga skeið sem teiknari, tók þátt í stofnun og rekstri auglýsingastofa, s.s. Auglýsingastofu GBB (1961-1987) sem síðar varð Hvíta húsið og Hér og nú (1989). Hann starfaði jafnframt innan vébanda Myndlista- og handíðaskóla Íslands, ýmist sem kennari, deildarstjóri og svo sem skólastjóri (1962-73 og 1976-87). Gísli hefur kennt fjölda námskeiða innan sem utan Listaháskólans. GÁTA: Jón og Gunna liggja andvana á gólfinu heima hjá sér. Íbúðin er harðlæst að undanskyldum einum glugga sem er opinn. Umhverfis þau er vatnspollur og glerbrot. Hver eru Jón og Gunna og hvað gerðist? SVAR: Jón og Gunna eru gullfiskar sem dóu þegar búrið þeirra datt á gólfið og brotnaði í vindhviðu sem kom inn um gluggann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=