HÖNNUN KÖNNUN

2 2 L g O o L G OO MOLAR UMMERKI, TÁKNOGHÖNNUNMERKJA Merki eru margvísleg og margbreytileg í útliti og inntaki. Algengust eru merki fyrirtækja og stofnana, framleiðslumerki og ýmis tækifærismerki s.s. afmælismerki. Merki geta verið myndræn tákn, myndgert letur, leturgerð eða sambland tákns og leturs. Merki er eins og myndir að því leyti að þau geta sagt frá mörgu eða gefið tilfinningu fyrir mörgum hlutum á meðan stakur bókstafur sem ekki er myndgerður á nokkurn hátt gefur aðeins frá sér hljóð. Merki hefur í einfaldleika sínum það fram yfir myndir að það er auðþekkjanlegra og yfirleitt auðveldara að vinna með t.d. í stórum stærðum en myndir. Vel hönnuð merki smækka líka betur niður en myndir. Þess vegna eru þau meðal annars notuð til að einkenna t.d. fyrirtæki og stofnanir. HVAÐ ER MÓNÓGRAM? Mónógram er eins konar merki byggt á upphafsstöfum nafns (eins og skammstöfun) eða úr stöfum í nafni. Mónógröm má finna á mynt, fánum og vopnum þegar t.d. um þjóðarleiðtoga er að ræða en persónuleg mónógröm einstaklinga má t.d. finna á handklæðum, sængurverum, ferðatöskum og í bókum og bókasöfnum. Listamenn og handverksfólk hafa um aldaraðir notað mónógröm til að merkja verk sín og eru þau algeng sem merki hátískuhúsa enn þann dag í dag, má nefna fyrirtæki á borð við Chanel, Gucci og Yves Saint Laurent.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=