HÖNNUN KÖNNUN

21 Æfing 5 – Hvað segja merki? Umræður (spurningalisti) um merki (logo) Tímalengd: 40 mín. Ríkissjónvarpsins (RÚV) var teiknað á árunum 1965-66 og í upphafi stóð valið á milli tveggja merkja sem sjá má hér að neðan. Skissa af merki RÚV og endanleg útfærsla merkis RÚV. Aðferð: Kennari stýrir umræðum um t.d. merkin hér að ofan. Umræðuna eða umhugsunina má jafnframt framkvæma með spurningalista til nemenda á samfélagsvef eða skriflega og nota þá sem heimavinnu. Ræða má önnur merki og breyta þá spurningalista hér á eftir því til samræmis. 1. HÓPUMRÆÐUR: 1. Hvor tillagan finnst þér/ykkur betri? 2. Eru þær á einhvern hátt líkar? 3. Hvaða form er ríkjandi í báðum tillögum? 4. Sjáið þið móta fyrir bókstaf í merkinu? 5. Hvað skyldi merkið eiga að tákna? 6. Finnst ykkur merkið hafa staðist tímans tönn? Ef svo er ekki, hvers vegna ekki? Ef svo er, hvað veldur því? 7. Hver er tilgangur hönnunar? 8. Þarf sjónvarpsstöð að hafa sitt eigið merki? Hvers vegna? 9. Hvernig er merkið í samanburði við merki annarra sjónvarpsstöðva í dag? (unglegt, gamaldags, fallegt, ljótt …?) 10. Mynduð þið þekkja merkið ef þið sæjuð aðeins hluta af því? Ef svo er, hvers vegna ætli það sé? Ef ekki, hvað veldur? 11. Hvort er merki Ríkissjónvarpsins týpógrafískt (þ.e. byggt á letri), myndrænt (þ.e. byggt á myndrænu tákni) eða bæði? Gísli B. Björnsson höfundur vinningsmerkisins lýsti því á eftirfarandi hátt: „Þetta merki er einfalt í margbreytileika sínum og tæknilega í lagi. Það var ekki tíska dagsins þegar það var hannað 1966 og hefur lifað af þenna tíma. Stafurinn S er sýnilegur, og líka tvö hringform kvikmyndarúllunnar og ljósgeislar.“ (Gísli B. Björnsons, án ártals) Grunnþættir: Læsi · sköpun Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · listasaga · upplýsingatækni · saga · lífsleikni Ávinningur: Umræður um einkenni og eiginleika merkis sem nemendur þekkja en hafa kannski aldrei velt fyrir sér eru afar árangursríkar. Með einföldu samræðuformi komast nemendur að ýmsu um sögulegt og listfræðilegt samhengi en enn mikilvægari lærdómur er að þekkja eigin tilfinningar og skoðanir, hlusta á aðra og draga lærdóm af skoðanaskiptum. Nemendur læra með þessu móti að koma hugmyndum sínum og tilfinningum í orð sem svo aftur hjálpar þeim að myndgera og túlka tilfinningar og eiginleika þegar þeir sjálfir glíma við verkefni eins og t.d. að teikna merki. Verkefnið er áhugavekjandi, styrkir sjálfsmynd og þjálfar myndlæsi og framsögu, hlustun og tillitssemi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=