HÖNNUN KÖNNUN

2 0 Æfing 4 – Upphleyptir upphafsstafir Tvívídd – Þrívídd t.d. lógó – Mónógram eða orð gert þrívítt – POPUP og pappírslist Tímalengd: 80-160 mín. + heimavinna Aðferð: Nemendur taka mónógram, eða upphafsstafina sína, og útfæra á blaði svo hægt sé að skera í pappír, brjóta og gera útfærslu sem er þrívíð, svokallað POPUP, þar sem letrið stendur út. Vinna má margar týpur og færa sig yfir í orð og myndir sem útfærðar eru með sama móti. Engar fyrirfram lausnir eru gefnar og nemendur verða sjálfir að brjóta heilann og gera tilraunir til þess að komast að niðurstöðu. Hér getur hver nemandi farið eins langt og ímyndunarafl, færni og tími leyfir. Útfærslumöguleikar: Þetta verkefni er tilvalið til að nota árstíðatengt og gera á þennan sama máta jólakort, páskakveðju o.s.frv. Þá útbúa nemendur myndskreytingu eða orðamynd sem hentar til þrívíðrar útfærslu sem POPUP. Verkefnið má líka tengja áróðursveggspjaldi/herferð eða vinnu með orð og hugtök og áhrif þeirra og stuðla að góðum samskiptum á neti eða í bekknum. Svo langt mætti t.d. ganga að gera gjörning með kortum, þar sem vel völdum aðilum eða stofnunum eða leynivinum innan bekkjarins eru send kort með góðum hug. Gjörningurinn gæti komið inn í umfjöllun myndlistarkennslu sem dæmi um listgjörning eða félagsfræði og lífsleikni sem dæmi um ábyrgð borgara, rödd einstaklinga og getu til aðgerða, eða frelsi einstaklings og leiðir til tjáningar. Ræða má um getu listarinnar til að koma á framfæri skoðunum, pólitískum sem félagslegum. Bjargir: pappír, prentari, tölvur, skurðarbretti, hnífur, skæri, lím, veraldarvefurinn, bækur um pappírslist. Leitarorð: monogram | pop up letter Grunnþættir: Læsi · sköpun · heilbrigði og velferð Snertifletir við aðrar greinar: Íslenska · (tungumál) · lífsleikni · listasaga · upplýsingatækni · stærðfræði Ávinningur: Verkefnið er í anda þrautalausna. Nemendur þurfa að reyna á rýmisgreind og skynjun til að útfæra tvívíðan hlut í þrívídd. Verkefnið reynir á verkfræðilega/ stærðfræðilega hugsun og sýnir möguleika hönnunar í þess háttar samhengi þar sem tæknilegúrlausnaratriði vega jafnþungt og fagurfræðileg nálgun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=