HÖNNUN KÖNNUN

15 Æfing 1 – Formrænar tengingar Að teikna hringlaga fyrirbæri í hringlaga form Kveikja – hraðaæfing Tímalengd: 2-5 mínútur Aðferð: 1. Gefið nemendum 1 mínútu til að teikna inn í hringina eins marga hringlaga hluti og þeir mögulega geta fundið upp og munað eftir. Endurtaka má æfinguna nokkrum sinnum yfir önn og athuga hvort hlutum fjölgar. Eins má skipta hringjum út fyrir ferninga. Æfingu má finna í fullri stærð í ítarefni á bls. 56. 2. Hliðstæða æfingu má framkvæma með því að biðja nemendur um að finna hversdagslegum hlut eins og bréfaklemmu eins mörg ný hlutverk og þeir mögulega geta ímyndað sér. Bjargir: Skriffæri og ljósrit af æfingu, skissubækur, bréfaklemma eða mynd af bréfaklemmu, virkt hugmyndaflug og ímyndunarafl. Grunnþættir: Læsi · sköpun · heilbrigði og velferð Snertifletir við aðrar greinar: Myndmennt · stærðfræði Ávinningur: Æfingin þjálfar snerpu í hugmyndavinnu, formrænar tengingar, (mynd)læsi, hugmyndaflug og ímyndunarafl. GÁTA: Eineggja tvíburar eru saman á gangi. Þeir hitta mann sem er frændi annars þeirra en ekki hins. Hvernig getur það staðist? SVAR: Maðurinn er sonur annars og þar af leiðandi frændi hins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=