96 NÖFN OG VIÐURNEFNI 1. Á landnámstímanum var algengt að bæta viðurnefni aftan við nafn fólks. Sum viðurnefni hljóma eins og verstu uppnefni. Til dæmis hét pabbi Þórunnar hyrnu Ketill en var kallaður Ketill flatnefur. Hvernig heldur þú að hann hafi litið út? 2. Hvað finnst þér um viðurnefni Helga magra? Heldurðu að hann hafi verið ánægður með það? Dettur þér í hug betra viðurnefni handa honum? 3. Sum viðurnefni voru hins vegar mjög jákvæð, til dæmis viðurnefni Auðar djúpúðgu, systur Þórunnar hyrnu. Merking þess kemur fram í bókinni. Hvað segir þetta viðurnefni okkur um stöðu Auðar og viðhorf fólks til hennar? 4. Þórunn hyrna hafði allt öðruvísi viðurnefni. Rifjaðu upp hvað hyrna merkir, það stendur fremst í bókinni. Hvers vegna heldur þú að systurnar hafi fengið svona ólík viðurnefni? Getum við eitthvað ráðið í persónuleika þeirra út frá viðurnefnunum?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=