Hólmasól í háska

94 ÓLÍK HLUTVERK, ÓLÍK TÆKIFÆRI Á þessum tíma voru hlutverk kvenna og karla ólík. Karlar sinntu ákveðnum verkefnum og konur öðrum. Veltu því fyrir þér hvernig þetta birtist í bókinni. Hugsaðu um fullorðna fólkið. Hugsaðu um krakkana. • Hvað finnst þér um þessa verkaskiptingu? • Hvað myndir þú vilja vinna af þessum verkum? • Myndi verkaskiptingin vera svona nú til dags? • Eru enn þá gerðar mismunandi kröfur til kynja? • Hvernig breytast svona hlutir eins og viðhorf okkar til kynja?  Eitt af því sem kemur fram er að Hólmasól sé að nálgast giftingaraldur. Á þessum tíma réð faðirinn mestu, meira að segja því hverjum dóttir hans giftist. Stúlkur voru jafnvel giftar fjórtán ára. • Hvað finnst þér um þetta fyrirkomulag?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=