91 SÖGUR VERÐA TIL Við eigum fornar sögur um landnám Íslands. Sögur um menn eins og Helga magra sem er kallaður fyrsti landnámsmaðurinn á Norðurlandi. Hann stýrði leiðangri til Íslands en nokkur skip urðu samferða. Sagt er að þrjátíu fjölskyldur hafi sest að á Eyjafjarðarsvæðinu í landnámi Helga magra. Mjög lítið er sagt frá konum og varla nokkuð frá börnum í þessum sögum. Í hópnum var líka vinnufólk og þrælar því á þessum tíma var ekki allt fólk frjálst. Sögurnar um þetta fólk voru ekki skráðar eins og sögurnar um ríku landnámsmennina sem áttu skipin. • Veltu því fyrir þér hvernig þekking um fortíðina varðveitist. Hvaða máli skiptir hvernig sögur eru sagðar? • Hvaða máli skiptir frá hverjum er sagt? • Hvað getum við gert til að skilja fólkið sem ekkert er skrifað um? • Ímyndaðu þér að bekkurinn þinn færi í ferðalag saman. Heldur þú að allir myndu segja eins frá ferðinni? • En að tuttugu árum liðnum? • Hvernig lifa sögur og hvernig breytast sögur?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=