90 LANDNÁM Þorbjörg hólmasól ætlar að nema land með Þóri frænda sínum. Landnámsmenn þurftu að taka allt með sem kæmi að gagni í nýja landinu. Ekki var hægt að kaupa neitt eða stóla á að fá neitt lánað þegar nýtt land var að byggjast upp. • Hvað tóku Hólmasól og Þórir með sér? • Hvað heldur þú að Helgi magri og Þórunn hyrna hafi tekið með frá Noregi? • Hvernig gat fólk tryggt að búskapurinn yrði sjálfbær, það er að segja að nægur matur yrði til áfram í nýja landinu? • Tók fólk eitthvað annað með sér milli landa, til dæmis eitthvað óáþreifanlegt? Hér þarftu að svara með óhlutstæðum orðum. • Hvað myndir þú taka með þér ef þú þyrftir að flytja í annað land og vissir ekki hvort þú kæmir nokkurn tímann aftur í gamla landið?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=