Hólmasól í háska

85 Síðan höldum við áfram heim. Morgunverkin eru hafin á Kristnesi, það rýkur úr bænum og högg berast úr smiðjunni. Hænurnar vappa um og tína í sig matarleifarnar úr hrauknum bak við bæinn. Hafurinn er kominn á undan okkur og nartar í skarfakálið í veggnum. „Mamma verður ekki ánægð með þetta,“ segi ég og siga Kunnan á hann. Um leið og ég minnist á mömmu kemur hún þjótandi á móti okkur. Svuntan og skikkjan hafa flækst saman og hyrnan er skökk. Ég hef aldrei séð mömmu svona óvirðulega. Hún hrópar hástöfum: „Þorbjörg hólmasól! Mikið var!“ Ingunn systir kemur æðandi á eftir henni. Röddin er undarlega rám þegar hún skammar Þóri á hlaupunum. Við Þórir horfumst laumulega í augu. Nú erum við í vanda. „Hvað er í gangi? Voru börnin ekki heima?“ spyr pabbi sem stígur út úr smiðjunni við hrópin. Mamma lítur hvöss á hann. Ingunn andvarpar. Hvers vegna eru mömmurnar svona æstar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=