83 hafa skilið eftir skítaklessur sem iðandi flugur eru að gæða sér á. Þórir starir á veisluna. „Ég trúi því ekki að þig langi í bita,“ segi ég hneyksluð. Þórir hristir höfuðið hlæjandi. „Ég gæti reyndar étið heilan hest,“ andvarpar hann og garnagaulið er svo hátt að kettirnir læsa klónum í kyrtilinn minn. Ég vef sjalinu betur utan um þá. Ég er líka orðin svöng á ný en það er ekkert að fá hér í kringum okkur. Berin eru ekki sprottin og ungarnir skriðnir úr eggjunum. Aðeins skurnin er eftir í hreiðrunum. Við horfum upp eftir hlíðinni. Ótal lækir hafa brotið sér leið gegnum kjarrið og renna út í Eyjafjarðará sem síðan streymir út í sjó. Sjóinn þar sem ógnvekjandi hvalir ráða ríkjum. Ég er svo fegin að hafa ekki endað í hvalsmaga, hvað þá í hrömmunum á risatrölli í Dumbshafi. Leiðin upp er nokkuð brött en við komumst þótt við séum lúin. Við nálgumst akurinn og Kunnan tekur geltandi á sprett til að reka burt geithafur sem er að gæða sér á nýsprottnu bygginu. Hafurinn jarmar ólundarlega og tekur á rás að túninu þar sem kýrnar eru á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=