Hólmasól í háska

81 11. KAFLI HEIM Í KRISTNES Þegar ég vakna ligg ég í skipinu okkar með höfuðið ofan á mjúka brúna koddanum mínum. Ég er enn ekki viss um hvort Geirmundur heljarskinn hafi í raun og veru bjargað okkur á drekanum sínum. Mig hlýtur að hafa verið að dreyma. Og þó. Ég er pakksödd og Kunnan er að naga stærðarinnar bein. Ég sest upp og nudda augun. Þórir situr við siglutréð og togar í reipi sem bundið er við þanið segl. Það er miklu stærra en seglið sem ég saumaði. Sterklegar, útskornar árar liggja hvor sínu megin við hann. „Góðan dag!“ kallar Þórir glaðlega. Ég er svo fegin að mig langar að æpa. Ég vil samt ekki vekja Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu sem sofa vært upp við hlýjan feldinn hans Kunnans. Við erum hólpin. Orð til skoðunar: hólpin blær – logn – gola gjálfur að læsa klónum í eitthvað að nappa hraukur rýtingur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=