VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 10. KAFLA Orðið dreki var notað um glæsilegan knörr (víkingaskip) með útskornu höfði. Níð er baktal eða móðgun. Náttmál eru klukkan níu að kvöldi. Meira er um tímann aftast í bókinni. Tvíburarnir Hámundur og Geirmundur heljarskinn koma fyrir í fornritunum. Faðir þeirra var héraðskonungur í Hörðalandi í Noregi og móðir þeirra kóngsdóttir í Bjarmalandi. Viðurnefnið heljarskinn er talið vísa í útlit þeirra. Hámundur fylgdi Helga magra til Íslands og fékk land frá honum en Geirmundur var sjálfur landnámsmaður og nam land við Breiðafjörð og á Hornströndum. Geirmundur er sagður ættgöfugastur allra landnámsmanna Íslands. Frásögnin af fæðingu tvíburanna er merkileg. Móður þeirra þótti þeir svo ljótir þegar þeir fæddust að hún skipti á þeim og syni ambáttar sem henni þótti fallegri. Tvíburarnir ólust upp hjá ambáttinni til þriggja ára aldurs en þá komst upp um skiptin. Þessa sögu er hægt að lesa í bókinni Íslendingaþættir sem er á heimasíðu Menntamálastofnunar. Landvættirnar voru fjórar verur sem taldar voru gæta Íslands. Hver landsfjórðungur hafði sína landvætti. Landvættur Norðurlands var gammur sem er stór grimmur fugl. Hér kemur fyrir þjóðtrú tengd landvættunum, sem birtist í elstu lögum landsins. Þeir sem komu siglandi á dreka urðu að taka drekahöfuðið af skipinu áður en þeir komu nærri landi, annars myndu þeir kalla yfir sig reiði landvættarinnar. 79
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=