Hólmasól í háska

77 Þórir er ekki líklegur til hefnda heldur. Hann starir bara skammlaust á matinn þar til Geirmundur býður honum að borða. Þá rýkur hann til og sker sér stóra sneið af lærinu og treður henni upp í sig. Ég er of stolt til að setjast hjá Þóri en á endanum sigrar hungrið og ég þigg mat. Við hámum í okkur kjötið og drekkum svalandi skyr með. Geirmundur fær sér sæti hjá okkur. „Þið eruð efnilegir sæfarar.“ Þórir umlar eitthvað með fullan munninn. „Þessi fleki ykkar er þó ekki eins efnilegur,“ segir Geirmundur og hlær. „Þetta er ekki fleki, þetta er knörr,“ leiðrétti ég. „Auðvitað er þetta knörr,“ viðurkennir Geirmundur. „Virðulegur og flottur knörr.“ Hann virðir Þóri fyrir sér. „Ekki nenni ég að hitta bróður minn en syni hans hjálpa ég með ánægju. Nú siglum við áleiðis að Kristnesi með knörrinn fína í eftirdragi. Ég læt mína menn gera hann sjófæran meðan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=