Hólmasól í háska

72 mun gammurinn grípa þá. Hver er svo djarfur að sigla inn fjörðinn og ögra landvættinni? Maðurinn sem stendur í stafni er digur og dökkur á brún og brá. Kolsvart hárið minnir á hrafnsfjaðrir. Hann er ríkmannlega búinn með purpurarauða skikkju yfir kyrtilinn. Ég kannast strax við hann og það gerir Þórir líka því hann æpir upp yfir sig. „Pabbi!“ Ekkert svar berst frá skipinu. „Hvaða ferðalag er á honum?“ spyr ég Þóri. „Ætli hann sé ekki að leita að hvalnum sem sást á reki,“ segir hann eins og við sjálfan sig. „En á hvaða skipi er hann?“ Hann er ringlaður á svipinn. „Pabbi!!!“ hrópar Þórir eins hátt og hann getur og veifar báðum höndum. Maðurinn hvessir á hann augun. „Hann hlýtur að vera svona reiður,“ stamar Þórir. „Hámundur heljarskinn!“ hrópa ég og reyni að vera virðuleg í rómnum þótt ég sé öskureið. Hvaða litur er það? Hverjir gátu átt svo litrík föt?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=