Hólmasól í háska

66 Mér verður hugsað til mömmu. Hún hefði ekki gengið svona kæruleysislega frá matarbirgðunum. Hún gætir lykilsins að matarbúrinu eins og sjáaldurs augna sinna eins og sjáaldurs augna sinna. Ég fæ sting í magann, á ég einhvern tímann eftir að hitta mömmu aftur? Nú kúgast ég enn meira og æli næstum úr mér innyflunum. Nokkrir mávar koma gargandi og gæða sér á gubbinu. Þórir lítur vondaufur á þá. Hann er enn með bogann um öxlina en lætur hann eiga sig. Ég veit hvað hann er að hugsa. Hvað eigum við að gera við dauðan máv þegar eldfærin eru horfin? Ég gæti reynt að kveikja eld með því að nudda saman trjágreinum en til þess að það gangi þarf þurrar greinar og skraufaþurran mosa til að grípa neistann. Það er enginn þurr gróður hér um borð og varla þurr þráður á okkur heldur. Svolítil rigning myndi samt gleðja okkur núna. Ég get ekki hætt að hugsa um vatn. En það er ekki ský á himni. Sólin situr á sjóndeildarhringnum og varpar rauðgullnum bjarma á bæði himin og haf. Eina vonin er að okkur reki að landi áður en við deyjum úr þorsta. Menn deyja fyrr úr þorsta en hungri, Hvers vegna var það svo mikilvægt að passa vel upp á lykilinn að matarbúrinu?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=