VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 8. KAFLA Þegar farið var í austurveg var siglt um Eystrasalt og upp árnar til Garðaríkis. Þetta svæði tilheyrir núna Úkraínu og Rússlandi. Í Landnámu kemur fram að Helgi magri hafi verið blendinn í trúnni. Það merkir að hann trúði á Krist en hét samt á Þór þegar mikið lá við. Hér eru krakkarnir líka blendnir í trúnni því þau blanda saman kristni og heiðni. Heilagur Nikulás kemur úr kristni en hann var dýrlingur sæfarenda og annarra ferðalanga. Njörður, Freyja og Þór eru úr heiðni. Freyja var ein af ásynjunum í Ásgarði í heiðni. Hún var gyðja ástarinnar en einnig var heitið á hana til að auka frjósemd lands og sjávar, það er til að fá betri uppskeru og meiri fisk. Freyja ók um í vagni sem kettir drógu og hún átti valsham, það er búning sem breytti henni í fálka (valur er fálki). Hún átti hálsmen smíðað af dvergum, Brísingamen, sem Óðinn sjálfur girntist. Til er saga af því þegar Óðinn reyndi að eignast Brísingamenið. Bæði konur og karlar báru skartgripi á þessum tíma. Hvað veistu um þessi fornu goð? 63
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=