61 seglinu slást framan í Þóri sem grípur í siglutréð til að missa ekki jafnvægið þegar skipið tekur djúpa dýfu. Síðan skýst það upp aftur með næstu öldu og við eigum fullt í fangi með að halda okkur. Kunnan ýlfrar ámátlega og ég vona að hann sé öruggur hjá Þóri. Veltan er svo kröftug að allt lauslegt tekst á flug. Mér til skelfingar sé ég að matarkistillinn flýgur út í sjó. Karfan hendist sömu leið og ég er dauðfegin að hafa tekið Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu úr henni. Ég finn að þau hjúfra sig að mér inni í sjalinu. Árarnar takast líka á loft og skutlast fyrir borð. Þórir reynir að teygja sig eftir annarri þeirra en nær ekki taki á henni. Árarnar rekur hratt frá skipinu og verða brátt að litlum sprekum út við sjóndeildarhringinn. Við erum búin að missa bæði segl og árar og höfum enga stjórn á ferðinni lengur. Stýrið kemur að litlum notum en ég þori samt ekki að sleppa því. Skipið skoppar stjórnlaust á öldunum sem myndast þegar hvalirnir stökkva úr sjónum. Ég efast ekki um að þeir vilji éta okkur. Þeir virðast gráðugir og grimmir eins og hvalirnir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=