Hólmasól í háska

57 Ég tek Högna mjóa og Mjárúnu hyrnu upp og vef þeim inn í sjalið mitt til að róa þau. Ég vildi að ég væri Freyja og gæti beitt þeim fyrir vagninn minn. Þá myndi ég bjóða Þóri og Kunnan far og aka með okkur öll á brott. Kettirnir myndu draga vagninn um himininn og flytja okkur út í eyjuna. Ef ég væri Freyja ætti ég líka valsham og gæti breytt mér í fugl. Ég yrði að stórum fálka og gripi Þóri með klónum til að bjarga honum. Freyja hefði mörg ráð til að komast úr sjávarháska en við eigum engin. Við þurfum að treysta því að gæfan verði okkur hliðholl. Að örlaganornirnar hafi spunnið okkur lengri þræði. Ég fitla við hálsfestina mína sem er ekki eins fín og menið sem Freyja á. Brísingamenið hennar er smíðað af dvergum en mína festi gerði pabbi úr tréperlum. Þórir er með festi úr rafi úr austurvegi. Hún er merkileg því í einum rafmolanum er lítil fluga. Það er eins og hún hafi verið véluð hafi verið véluð inn í skartið. „Ertu kannski göldróttur eins og aðrir frá Bjarmalandi?“ spyr ég í veikri von um lausn. Hverjar eru þessar örlaganornir? Og hvaða þráð er Þorbjörg að hugsa um?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=