56 8. KAFLI ÓKIND Mér er hætt að lítast á blikuna. Þótt sólin sé farin að nálgast náttstað sinn er enn bjart. Nógu bjart til að ég sjái ekkert framundan. Ekkert nema hafið blátt. Hvar ætli Dumbshaf taki við með sína risa og tröll? Þórir er orðinn þungur á brún. Kunnan er flúinn undir fæturna á honum. Ég horfi á kettina í körfunni við hliðina á mér. Þeir eru glaðvakandi og mjálma órólegir. Við þráum öll að komast í land. Orð til skoðunar: Ókind hamur (valshamur) raf að véla einhvern
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=