Miðaftann er klukkan 18. Meiri upplýsingar um tímann eru aftast í bókinni. Dumbshaf var norður af Íslandi og markaðist af Grænlandssundi í vestri, Grænlandshafi í norðri og Noregshafi í austri. Ýmsar sögusagnir voru tengdar Dumbshafi, Dumbur konungur átti að vera kominn af risum í föðurætt og tröllum í móðurætt. Í einni sögu kemur líka eineygður maður úr Dumbshafi. Menn sögðu að það hefði verið Óðinn í dulargervi. Hvernig ætli svona sögur hafi orðið til? Um hvaða svæði heldur þú að mestu ævintýrasögurnar hafi orðið til? Ólíkar reglur voru fyrir karla og konur sem vildu nema land ef marka má Landnámu. Karlmaður mátti nema eins stórt land og hann gat afmarkað með eldi á einum degi. Áhöfnin af skipinu hans mátti hjálpa til. Kveikja þurfti eld með ákveðnu millibili og alltaf varð að sjást í næsta eld. Kona mátti nema eins stórt landsvæði og hún gat leitt kvígu í kringum frá sólarupprás til sólarlags á vordegi. Hvað finnst þér um þessar landnámsreglur? Hvort heldur þú að karlar eða konur hafi náð að nema stærra landsvæði með þessum reglum? VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 7. KAFLA 55
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=