milli sólarupprásar og sólarlags. Hvernig get ég núna helgað mér eyjuna? Hvellt gelt ýtir við mér og um leið finn ég lausnina. Kunnan er brúnn og blíðeygur eins og kýr. Ég þarf bara að koma á hann taumi. 54 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Glaðhlakkalegur þýðir broslegur, glaðlegur. Þurs, risi, tröll eru samheiti yfir stórar ævintýraverur. Geirfugl var stór sjófugl sem dó út við Ísland 1844. Borðstokkur er efsti hluti á bát eða skipi, ramminn sem liggur ofan á bátskrokknum. Siglutré er ráin eða stöngin sem seglið er fest við á miðjum flekanum. Náðhús er kamar eða lítið útihús þar sem fólk gerði þarfir sínar (pissaði og kúkaði). Ámátlegt er veiklulegt hljóð eða vein. Kvíga er kvenkyns kálfur, orðið er núna oftast notað um unga kýr sem hefur eignast kálf.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=