37 Við þurfum að taka allt með sem getur komið að gagni á nýjum slóðum. Ég set matarkistil matarkistil um borð og körfu með hlýjum sjölum og ábreiðum. Ofan í henni er líka það allra mikilvægasta, tinna tinna og stál til að tendra eld. Þórir er með verkfærasekkinn. Ég er fegin að sjá að hann hefur tekið með sér bogann. Við ætlum ekki að svelta og koma þvengmjó til baka eins og pabbi þegar hann var drengur. Sunnanáttin er kærkomin, hlý gola sem blæs út fjörðinn. Við drögum skipið okkar á flot og stökkvum um borð. Þórir vindur upp seglið en ég sest við stýrið. Við erum komin skammt frá landi þegar ég kem auga á buslugang í kjölfarinu. Ég kalla til Þóris sem er fljótur að fella seglið aftur til að hægja ferðina. Kunnan kemur svamlandi upp að skipinu, másandi með trýnið upp úr. Gamli tryggi Kunnan. „Heim, Kunnan, Dom!“ skipa ég en Kunnan er greinilega með of mikið vatn í eyrunum til að heyra í mér. Hann buslar bara glaður kringum skipið. Hvað gerum við nú? Hundurinn gæti elt okkur langt út á haf þar sem hann yrði étinn af hákarli eða sæskrímsli. Við Þórir lítum hvort á annað. Hvernig vita krakkarnir hvað þau eiga að taka með sér í siglinguna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=