VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR EFTIR 4. KAFLA Hvaða eyja er þetta fyrir norðan Eyjafjörð sem krakkarnir eru að tala um? Hvað heitir þessi eyja núna og hvernig ætli það nafn hafi komið til? Tungumálið sem Íslendingar töluðu á þessum tíma kallaðist norræna. Það var málið sem þeir fluttu með sér frá Noregi og var talað víða um Norðurlöndin. Íslenska er mjög lík gömlu norrænunni. Hvaða tungumál eru töluð á Norðurlöndunum núna? Hér kallar Hólmasól á írsku til Kunnans. Írska tungumálið var líka kallað gelíska. Hvernig heldur þú að hún hafi lært að tala írsku? 33 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Háreysti er hávaði (háreysti = há raust eða hávær rödd). Laghent/ur þýðir að vera lagin/n eða flink/ur að vinna í höndunum t.d. smíða, mála, sauma o.þ.h. Forði merkir birgðir af mat. Firnasterkur er að vera mjög sterkur. Pungur eða pyngja var lítill poki úr skinni sem fólk hengdi í beltið sitt því engir vasar voru á fötunum. Gluggar voru ekki úr gleri á þessum tíma heldur var þunn húð eða skinn strengt yfir lítil op í bæjarveggjunum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=