32 pabba að flytja. „Þú hefðir ekki fengið nýsteikt brauð áðan ef pabbi ræktaði ekki korn.“ „Ég veit það,“ segir Þórir hugsi. „Útsýnið er samt betra heima, við sjáum út allan fjörðinn og það er mikilvægt þegar maður ætlar að sigla til veiða. Við sjáum auk þess vel út í Hrísey. Vissir þú að rjúpurnar þar eru sérstaklega gómsætar?“ Hann sleikir út um. „Eigum við fara út í Hrísey og finna mat?“ bætir hann svo við. „Það eru oft selir þar líka.” „Við skulum sigla enn lengra,“ segi ég. „Það líst mér vel á,“ segir Þórir og mundar öxina. „Þá þurfum við traust siglutré fyrir langsiglingu.“ Hann velur ungt og grannvaxið reynitré og fellir það í fáeinum höggum. „Það er önnur eyja fyrir utan minni fjarðarins sem er ónumin,“ held ég áfram. „Ef við nemum þar land getum við nefnt hana.“ „Þórisey hljómar vel,“ segir frændi minn drjúgur með sig. „Ég stýri svo að það verður Þorbjargarey,“ leiðrétti ég. Kunnan tekur undir með hvellu gelti. Veit Þórir ekki hvert þau ætla? Er það Hólmasól sem ræður og er hún búin að ákveða hvert þau muni sigla?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=