29 Vissulega væri gaman að vera inni og hlusta á fjörleg kvæði en við höfum verk að vinna. Við erum að nálgast brekkuna þegar ég verð vör við þrusk fyrir aftan okkur. Ég gríp andann á lofti. Hver er að fylgjast með ferðum okkar? Ég sný mér snöggt við. Kunnan tekur á sprett til mín. Ég anda léttar. „Svona, gamli vinur,“ segi ég og klóra honum á trýninu svo að hann fari ekki að gelta. Kunnan másar og dillar skottinu. „Heim, Kunnan!“ skipa ég honum en hann nuddar bara höfðinu upp við mig til að fá meira klapp. Ég prófa írskuna og segi „Dom!“ eins hátt og ég þori en hún virkar ekki heldur. Kunnan er alveg mállaus í dag. Þórir hlær að honum. „Leyfðu honum að koma með, hann getur staðið á verði.“ Það er reyndar góð hugmynd. Við viljum ekki að neinn standi okkur að verki. Við Þórir eigum leynistað í lundinum niðri við ána. Við höfum verið að smíða þar knörr því við ætlum í leiðangur. Það er gott að smíða skip í þessum skógarlundi,
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=