Enn einu sinni þetta. Ég hef heyrt hundrað sinnum að ég komist bráðum á giftingaraldur. Það er einmitt þess vegna sem mér liggur á að klára verkið. Verkið sem mamma má alls ekki vita af. Ég er að gera knörr í leyni, eins og Auður frænka. Hvers vegna vill Hólmasól ekki að fullorðna fólkið viti af verkefni þeirra Þóris? 18 ÚTSKÝRINGAR Á ORÐUM: Súr: kjöt og sjávarfang var lagt í súr til að það skemmdist ekki. Þá var það geymt í tunnu sem var fyllt með súrri mysu. Rjáfur er innan á þaki, efst uppi þar sem bjálkarnir mætast. Sekkur er poki. Kerald er stórt ílát eða tunna. Kvonfang: þegar talað var um að kona væri gott kvonfang þýddi það að hún virtist vænleg eiginkona. Knörr/knerri er víkingaskip sem notað var til að sigla á milli landa (hér er knörr, um knörr, frá knerri, til knarrar).
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=