Hólmasól í háska

14 2. KAFLI ÁÆTLUNIN Það er svalt í búrinu svo að ég vef sjalinu þéttar um herðarnar. Mamma brettir upp ermarnar á kyrtlinum sínum. Hún er rjóð í vöngum og strýkur af enninu. Hún vinnur svo hratt að henni er aldrei kalt. Ekki einu sinni hér í búrinu þar sem aldrei er kveiktur eldur. Hér eru tunnur með slátri og kjöti í súr. Reykt læri hanga í rjáfrinu og nokkrir ostar eru að þorna á efstu hillunni. Á gólfinu stendur tunna með mjöli og sekkur sekkur af korni sem á eftir að mala og litlir sekkir með kúmeni, skarfakáli og þurrkuðum fjallagrösum til að krydda brauðið. Ofan á borðinu er hunang frá Noregi, mjaðarlyng og beitilyng til að brugga mjöð. Lyngið ilmar og ærir upp í mér hungrið. Garnirnar gaula þar sem ég elti mömmu og gríp í verkin með henni. Mamma hlær og teygir sig í lítinn sekk. Hún tekur upp handfylli af sölvum og réttir mér. „Tyggðu þessi söl, góða mín, svo steikjum við brauð á eftir.“ Orð til skoðunar: súr rjáfur sekkur kerald kvonfang knörr/knerri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=