Asla gamla er að rifja upp sögu síðan Helgi magri var lítill. Þegar hann var barn á Írlandi var hann sendur í fóstur til Suðureyja í tvö ár. Þar var hann sveltur og þegar hann kom til baka var hann svo mjór að hann var nær óþekkjanlegur. Þess vegna fékk hann viðurnefnið magri. Asla er ekki persóna úr Landnámu eða Íslendingabók en kona eins og hún gæti vel hafa fylgt Helga magra og Þórunni hyrnu til landsins. Fjöldi írskra kvenna kom sem vinnukonur eða ambáttir (þrælar) til landsins og sumar þeirra voru fóstrur sem önnuðust fleiri en eina kynslóð, eins og Asla gerir í þessari sögu. Ímyndaðu þér að Asla gamla sé að líta til baka. Hún hefur fylgt Helga magra síðan hann var átta ára og ekki endilega af fúsum og frjálsum vilja. Hvernig hefur líf hennar verið? Kyrtill er eins konar kjóll eða síð skyrta. Bæði konur og karlar klæddust kyrtlum en þeir voru missíðir. Á þessum tíma notaði fólk önnur mánaðaheiti en við gerum. Sólmánuður var níundi mánuður ársins. Hann hófst í níundu viku sumars, það er á bilinu 18.–24. júní. Meira er um mánuðina aftast í bókinni. VANGAVELTUR OG HUGLEIÐINGAR VIÐ 1. KAFLA 13
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=