101 VÍSINDI Á LANDNÁMSÖLD 1. Fólk á landnámsöld átti ekki klukkur en það skipti sólarhringnum niður í átta bil sem kölluðust eyktir. Eyktirnar eru þessar: Ótta kl. 3 Miður morgunn eða rismál kl. 6 Dagmál kl. 9 Miðdegi eða hádegi kl. 12 Nón kl. 15 Miður aftann eða miðaftann kl. 18 Náttmál kl. 21 Miðnætti eða lágnætti kl. 24 Finndu dæmi um það í bókinni hvernig Hólmasól notar sólina til að átta sig á tímanum. Hvernig heldurðu að samfélagið núna myndi ganga ef enginn ætti klukku eða önnur tæki til að mæla tímann?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=